Eitthvað var óreglulegur svefninn í nótt - held ég hafi verið hrædd um að sofa yfir mig.
En það gerir maður ekki á svona ráðstefnum !!!
Ég var komin labbandi vel fyrir klukkan 8 á réttan stað, búin að stoppa í bakaríi og kaupa ávaxtakokteil - eins og í gær, namm.
Fyrsta kennslustundin var að lesa í gegn fullt af lögum fyrir barnakór. Flestir í salnum hafa líka sofið illa og ekki verið búnir að hita upp, því söngurinn var ekki uppá marga fiskana !!! En músíkin er góð - svona flest lögin allavega.
Mikið þyrftum við að vera dugleg heima að búa til íslenska texta og gefa út. Held bara að Skálholtsútgáfan sé sofnuð á verðinum!!! Eða kannski er það nýi "stöngsálamjórinn" sem á að sjá um útgáfur fyrir barnakóra - en hvernig ætli það verði nú???
Jæja, næst fór ég í umræðuhóp um kvennakóra. Það var nokkuð fróðlegt get ég sagt ykkur, ekki bara fyrir kvennakóra heldur bara alla kóra. Það var aðallega rætt um uppstillingar kóra, prófað að breyta því hvar fólk stendur og að heyra muninn á hljómnum var mjög fróðlegt. Tók upp á ipodinn þennan hluta :)
Þegar ég var að rölta um sýningarsvæðið, kom John Jacobson hlaupandi til mín og sagðist þurfa að tala við mig !!! Ertu með kreditkort sem þú átt ekki? spurði hann. Ég góndi á manninn!!!!! HA???? fór í veskið og viti menn.....þarna var kreditkort sem ég þekkti engin deili á. "Það var þannig í gærkvöldi eftir að þú fórst af veitingastaðnum, þá uppgötvast að þú hafðir fengið afhent kort sem annar aðili átti. Starfsfólkið tók eftir því að við töluðum saman, svo ég var spurður hver þú værir. Og nú get ég hringt í strák-greyið sem á þetta kort". Og framhaldið er að ég fór á veitingastaðinn og skipti kortunum - og búið - ekki einu sinni AFSAKIÐ - bara takk :(
Svo kíkti ég í búðir og keypti eitthvað smá handa litlu krökkunum mínum. Ætlaði á ströndina smá stund, en þá var dregið fyrir sólu (hún hræðist mig skiljiði). Svo núna ætla ég að fara að rölta aftur í ráðstefnuhúsið (annars er ég með blöðrur á báðum fótum !!!!) og halda áfram að hlusta og horfa :)
Meira seinna í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli