Ja hérna. Ég hlýt að vera latasti bloggarinn!!!
Nú er allt vetrarstarf komið á fulla ferð og ég líka!!
Þeytist á milli vinnustaða eins og raketta.
En á sæmilega rólega 3 morgna í viku.
Var á Patró um síðustu helgi að spila á fjáröflunarskemmtun. Spilaði dinner og svo skemmtiprógam með Davíð Ólafs og Stefáni Stefáns, en þeir kalla sig Íslensku óperudívurnar! Algjörir grallarar :)
Er að æfa árshátíðarprógöm með kór Húsasmiðjunnar og Álkórnum.
Svo er Kyrjukórinn að æfa fyrir Ástarkvöld. Kyrjurnar úr Reykjavík ætla að taka þátt í þeim tónleikum með okkur.
Og tónleikarnir verða tvennir, í FÍH-salnum fimmtudaginn 26.okt. og í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn sunnudaginn 29.okt.
Meira seinna :)
2 ummæli:
Ekki vissum við að þú værir með blogg! Ha! Skemmtilegt, inn með myndir og stuð.
Kveðja frá Stokkhólmi.
Helgi, Sara og allir krakkarnir.
Attlaf doltið mikið að gera , ha??
Skrifa ummæli