Jæja, það skeði þá í morgun að ég svaf of lengi. Vaknaði kl 7.30 og mætti því of seint á fyrstu tónleika dagsins !!!!
Ég var orðin svo þreytt í gærkvöldi að ég svaf líka bara í alla nótt !!!
Og vitiði hvað - það hlýnar hérna með hverjum deginum. Ekki var samt sól eftir hádegið í dag - en svakalega hlýtt.
Já, þá er best að gera grein fyrir deginum - og hefst nú lesturinn !!!!
Dagurinn hófst með tónleikum í Jackie Gleason salnum.
Ég missti af fyrsta kórnum,
Svo var stúlknakór:
Úffff það er aldrei tími til að klára þetta blogg...........
Verð að bæta inní seinna.
Núna er klukkan 23.15 og ég að koma heim á hótel af enn einum tónleikunum :)
Meira um það seinna.
Fékk mér að borða hér á hótelinu áður en ég fór - lax - sem var alveg ágætur :)
Og núna er mér sko illt í fótunum !!! Ég hlýt að vera orðin gömul - hætt að þola labb og miklar setur !!!
Meira á morgun. . . . . sofa núna . . .
3 ummæli:
Hæ Gróa mín, gott að þú sendir þennan póst til okkar því það er mjög gaman að fylgjast með þér á ráðstefnunni. Þetta hljómar alveg frábærlega! hlakka til að heyra meira. Gangi þér allt vel.
Kveðja,
Oddný
Sæl mín kærasta.
Frábært að heyra hvað þú nýtur ferðarinnar á allan hátt. Músíkin, veðrið, mannlífið allt virðist 1. floks þó aumu táslurnar geri vart við sig, þær lagast :) Hefði svo gjarnan þurft að vera með þér á swingle singers og rifja upp takta frá í den. Hafðu það allra best. Kveðja að heiman, Valgerður.
Hæ mín kæra, vildi sko alveg vera með þér, ha.... næst förum við saman það er sko alveg öruggt.
MIkið áttu gott að vera í smá hita. Hjá mér er brjálað veður, snjókoma og læti. Vona að blogger vilji birta þetta komment. Haltu áfram að njóta þess sem boðið er upp á. Love...
Skrifa ummæli